Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. maí 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Tveir eru nú í sóttkví á Austurlandi. Enginn er í einangrun.

Daglegar tilkynningar frá aðgerðastjórn, – breyting

Í ljósi þess að fá smit hafa greinst í fjórðungnum, talsvert er frá síðasta smiti og fáir í sóttkví, mun daglegum tilkynningum aðgerðastjórnar nú hætt. Þær hafa verið sendar út á degi hverjum frá 26. mars.

Tilkynningar munu þess í stað sendar tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Komi smit upp á svæðinu verður það tilkynnt og eftir atvikum þráður daglegra tilkynninga tekinn upp að nýju. Vonum og vinnum áfram saman að því að til þess komi ekki.