Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. mars 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Í síðustu viku voru tekin tæplega 740 hraðpróf og reyndust 575 þeirra jákvæð. Hlutfall jákvæðra sýna er svipað og í vikunni þar á undan. Fjöldi þeirra sem þá fóru í próf hafði þá fækkað lítillega og heldur sú þróun áfram í þessi viku. Erfitt er að ráða í þessar tölur af öryggi en mögulega erum við að sjá fækkun smita í samfélaginu.

Talsvert hefur þó verið um smit meðal íbúa á hjúkrunarheimilum í fjórðungnum. Aðgerðarstjórn ítrekar því beiðni sína til þeirra sem eru með minnstu einkenni, með greint smit eða hafa verið smitaðir og nýverið jafnað sig af veikindum, um að fara gætilega í kringum einstaklinga í viðkvæmri stöðu.

Með samstilltu átaki til lengri tíma erum við nú vonandi að sigla inn í vorið með bjartari tíð framundan.