22. nóvember 2021
22. nóvember 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19
Fjórir starfsmenn á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað eru í sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist hjá samstarfsmanni þeirra á föstudagskvöld. Á laugardaginn voru tekin sýni af 70 starfsmönnum sjúkrahússins sem höfðu verið í vinnu dagana á undan. Niðurstöður lágu fyrir seint í gærkvöldi og voru öll sýni neikvæð.
Síðar í vikunni er fyrirhugað að taka sýni aftur af þeim starfsmönnum sem eru í sóttkví og smitgát. Aðgerðastjórn sendir út aðra tilkynningu þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.