30. september 2021
30. september 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19
Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi undanfarna tvo daga sem gefur tilefni til bjartsýni. Aðsókn í sýnatökur var þó fremur dræm í gær og svo var einnig í dag. Aðgerðastjórn hvetur því sem fyrr alla þá sem hafa einhver einkenni að bóka sýnatöku á www.heilsuvera.is. Í heildina eru 15 manns í einangrun og 14 í sóttví í fjórðungnum.
Höldum áfram að sinna vel persónubundnum sóttvörnum og gerum þetta saman.