Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. september 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, -COVID-19

Í gær greindist eitt smit til viðbótar á Reyðarfirði en sá einstaklingur var í sóttkví við greiningu. Heildarfjöldi smita á Reyðarfirði er því kominn í 25. Enn er hætta á að smit greinist en vonir standa til að með þeim aðgerðum sem farið hefur verið í muni smit einskorðast við þá sem þegar eru í sóttkví.

Alls eru nú 27 í einangrun á Austurlandi og 40 í sóttkví.

Hvatt er til áframhaldandi aðgæslu í hvívetna þar sem ástandið er enn viðkvæmt.

Áfram við.