Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. ágúst 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi – COVID-19

NIÐURSTÖÐUR SÝNATÖKU VEGNA SMITS Á DYNGJU

Nú eru niðurstöður sýnatöku sem fram fór á Dyngju komnar og og voru öll sýnin neikvæð. Því gilda ekki fyrri tilmæli um að vinsamlegast koma ekki í heimsókn en nú sem fyrr er ástæða til að fara að öllu með gát og passa vel allar smitvarnir. Enn eru nokkrir íbúar í sóttkví en sýni verða tekin úr þeim á morgun og niðurstöður þeirra sýnatöku að vænta á miðvikudag. Séu þau sýni neikvæð munu viðkomandi losna úr sóttkví. Við hjá HSA þökkum kærlega fyrir þann skilning sem þið hafið sýnt okkur við vinnslu þessa verkefnis.

Tilkynning á vef HSA:

https://www.hsa.is/um-hsa/frettir/109-nidhurstoedhur-synatoeku-vegna-smits-a-dyngju