Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. apríl 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Fjöldi smitaðra er óbreytt í fjórðungnum frá í gær. Þeir eru átta talsins, tæplega 0,1% af íbúafjölda á svæðinu. Sambærilegur hlutfallstölur fyrir landið allt er tæplega 0,5%. Af átta smituðum eru þrír í einangrun en fimm batnað.

Einn losnaði úr sóttkví síðasta sólarhring. Þeir eru nú tuttugu og tveir talsins á Austurlandi.

Aðgerðarstjórn er þakklát fyrir samhug og samstöðu íbúa um að virða reglur og undirstrikar mikilvægi þess áfram.