Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. janúar 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Enginn er með greint COVID smit á Austurlandi.

Aðgerðastjórn vekur athygli á að enn er ástandið afar viðkvæmt með vísan til vaxtar faraldursins erlendis. Smit geta hæglega borist hingað eins og dæmin sanna. Mikilvægt er að við gætum ávallt að okkar, sér í lagi í samskiptum við þá sem við ekki þekkjum eða umgöngumst reglulega. Höldum fjarlægð, notum grímu og munum handþvottinn og sprittið.

Við héldum einbeitt og stóisk móti þeim óvænta stormi sem skall á fyrir rétt um ári síðan. Þannig munum við líka komast út úr honum í sameiningu og sameinuð sem fyrr