Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. desember 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi.

Aðgerðastjórn vekur athygli á nýjum sóttvarnareglum Heilbrigðisráðherra er taka gildi frá og með 10. desember næstkomandi til 12. janúar 2021. Helstu breytingar lúta að fjöldatakmörkunum barna og grímuskyldu þeirra, að sund- og baðstöðum, veitingastöðum og verslunum, íþróttaiðkun, menningarviðburðum og jarðaförum. Í öllum tilvikum er um lítilsháttar rýmkun reglna að ræða. Íbúar eru hvattir til að kynna sér þessar reglur á vef (http://Stjórnarráðið | COVID-19: Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá 10. desember %28stjornarradid.is%29)

Ljóst er miðað við daglegar tölur um fjölda smitaðra að þær reglur sem haldnar hafa verið í heiðri síðustu mánuði eru jafn áríðandi og áður. Að halda tveggja metra fjarlægð er jafn mikilvægt og fyrr, nota grímu þar sem hún er áskilin og gæta að handþvotti og sprittnotkun.

Gerum þetta saman og komumst heil heim. Áfram við.