Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. nóvember 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Einn er sem fyrr með COVID smit á Austurlandi.

Aðgerðastjórn bendir á mikilvægi þess að við höldum okkur heima ef veikinda verður vart, jafnvel þó einkenni séu væg. Þau geta til dæmis verið kvef, hiti, hálssærindi, beinverkir, skert bragð- eða lyktarskin, niðurgangur og uppköst. Hafa þá samband við heilsugæslu eða í síma 1700 og fá ráðgjöf. Munum að ef við erum í vafa um þörf fyrir ráðgjöf er alltaf öruggara að eiga samtalið en sleppa því.

Gætum að okkur sem fyrr, tökum ekki áhættu á þessum óvissutímum þar sem enn ein smithrinan virðist hafa gert vart við sig og gerum þetta saman.