Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. nóvember 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Staðfest smit kom upp á Austurlandi í dag. Viðkomandi er með væg einkenni og í einangrun en nýtur eftirlits og ráðgjafar COVID teymis Landspítala og heilbrigðisstarfsfólks HSA.

Smitrakning stendur yfir. Gera má ráð fyrir að einhverjir þurfi í sóttkví vegna þessa en óljóst enn hversu margir og hverjir. Þar sem hinn smitaði tengist tveimur grunnskólum á Egilsstöðum, Egilsstaðaskóla og Fellaskóla, fellur skólahald niður á morgun í þessum skólum. Foreldrum barna í skólunum tveimur verða send skilaboð í kvöld þar sem þetta verður kynnt formlega.

Þess er vænst að ráðstöfunin varðandi niðurfellingu skólahalds verði einungis í gildi á morgun. Hún er tekin í öryggisskyni þar sem smitrakningu er ólokið.

Um leið og mál skýrast munu þau kynnt á þessum vettvangi. Næstu skilaboð til foreldra frá skólastjórnendum ættu og að liggja fyrir eigi síðar en um hádegi á morgun.