8. nóvember 2020
8. nóvember 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi. – COVID-19
Eitt virkt smit er á Austurlandi og er viðkomandi í einangrun og engin er í sóttkví. Aðgerðarstjórn bendir á hve fá ný smit hafa greinst undanfarna daga og að mikill meirihluti þeirra sem um er að ræða voru þegar í sóttkví. Stjórnin væntir þess að það geti orðið okkur öllum hvatning og hvetur fólk til að ferðast inni og úti, hver á sínu svæði og gæta sem fyrr persónubundinna sóttvarna.
Þó enn sé langt í land, þá verður róðurinn léttari með samstilltu átaki allra ræðara, hér eftir sem hingað til.