Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. ágúst 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi – COVID-19

Smitum hefur fjölgað frá 14. ágúst til 16. ágúst á Austurlandi úr tveimur í sjö. Aðgerðarstjórn hefur miklar áhyggjur af fjölgun smita og hvetur alla á Austurlandi að stunda einstaklingsbundnar sóttvarnir og vera vakandi yfir þeim sóttvörnum sem í gildi eru.

Brýnt er að fyrirtæki og stofnanir hugi að sóttvörnum og meti hvort þörf sé á að taka upp strangari sóttvarnir í umhverfi sínu.

Eins og áður hefur komið fram eru einstaklingar er finna fyrir einkennum hvattir til að halda sig heima og hafa samband við heilsugæslu til að fá frekari leiðbeiningar. Allir einstaklingar eru hvattir til að taka upp rakningarappið sem hefur reynst mjög mikilvægt til þess að stöðva frekari útbreiðslu á COVID.