Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. ágúst 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi – COVID-19

Í dag eru 12 einstaklingar í sóttkví með lögheimili á Austurlandi en 11 af þeim eru í sóttkví á Austurlandi. 1 virkt smit er áfram hjá okkur á Austurlandi.

Mótefnamæling frá því á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu í gær liggur ekki enn fyrir.

Aðgerðarstjórn vill minna á heimasíðuna www.Covid.is þar sem ýmsan fróðleik er að finna.

Einnig má finna upplýsingar á heima síðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands hsa.is sem og sveitarfélaganna.

Ef einstaklingar finna til einkenna er þeim bent á að hafa samband í síma við sína heilsugæslu til að fá leiðbeiningar.