Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. maí 2025

Til hamingju með daginn læknar!

Í dag, 17. maí er haldið upp á dag íslenskra lækna til að beina ljósinu að og viðurkenna mikilvægt framlag þeirra gagnvart skjólstæðingum og samfélaginu í heild.

Haldið var fyrst upp á þennan dag á síðasta ári og valdi Læknafélag Íslands þennan dag þar sem hann hefur sterka tengingu við sögu lækninga á Íslandi. Fyrsti sérmenntaði læknir landsins, sem einnig varð fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson, fæddist þennan dag árið 1719. 

Hjá HSN starfa nú um 65 læknar auk afleysingalækna og erum við afar stolt af þeim og óskum öllum læknum landsins innilega til hamingju með dag lækna. Við erum afar þakklát fyrir ykkar frábæra og mikilvæga starf.