Fara beint í efnið

12. maí 2022

Til hamingju með daginn hjúkrunarfræðingar!

Á Alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga, 12. maí fögnum við afrekum og störfum hjúkrunarfræðinga um allan heim.

HSN-placeholder

Hjá HSN starfa um 120 hjúkrunarfræðingar og krefjast störf þeirra mikillar sérþekkingar og ábyrgðar, en þau má telja meðal annars á hjúkrunar- og sjúkradeildum, í hjúkrunarmóttöku, ung- og smábarnavernd, við heilsuvernd grunnskólabarna, heimahjúkrun, í geðheilsuteymi, á speglunardeildum og við svörun í 1700 númerið á dagvinnutíma.

Hjúkrunarfræðingar hafa staðið í framlínu í baráttunni við Covid-19 og sinnt þar m.a. bólusetningum og sýnatökum. Álagið hefur verið mikið en allir hafa verið tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og óhætt að segja að sveigjanleiki og vilji til að láta hlutina ganga upp hafi verið einkennandi.

Við á HSN óskum hjúkrunarfræðingum um land allt til hamingju með daginn og þökkum þeim fyrir þeirra mikilvægu störf.