5. maí 2024
5. maí 2024
Til hamingju ljósmæður!
Í dag er dagur ljósmæðra.
Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa 21 ljósmóðir. Til að öðlast starfsheitið ljósmóðir þarf að taka grunnnám í hjúkrunarfræði (4. ár) og svo 2 ára sérnám.
Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, alltaf kölluð Inda, er deildarstjóri fæðingardeildar og yfirljósmóðir og hefur unnið á sjúkrahúsinu í 34 ár. Hún hefur tekið á móti fjölda barna en það sem stendur upp úr er dásamlegt samstarfsfólk og yndislegir skjólstæðingar.
„Margar fæðingar eru eftirminnilegar og ekki síst þær fæðingar þar sem óvænt atvik koma upp, stundum jákvæð en stundum erfið. Einnig hefur mér fundist mjög gefandi að sinna foreldrum sem upplifa missi á meðgöngu og í tengslum við fæðingu,“ segir Inda.
Nafn: Ingibjörg Jónsdóttir.
Starfsheiti: Yfirljósmóðir.
Fæðingarár: 1960.
Hvaðan ertu: Akureyri.
Menntun: Ljósmóðir / hjúkrunarfræðingur.
Hversu lengi hefurðu unnið á SAk: Úff, 34 ár.
Áhugamál: Útivist, hlaup, fjallganga, skíði og hjól bæði á Íslandi og erlendis
Hvað varstu í fyrra lífi: Kind 😊
Sturluð staðreynd: Dvaldi á Fæðingadeild SAk fyrstu 2 mánuðina af lífi mínu í faðmi yndislegra ljósmæðra og sogaðist líklega þannig inn í ljósmóðurstarfið.
Hvernig lítur hefðbundinn vinnudagur út hjá þér á SAk: Dagarnir eru allir misjafnir svo að það er enginn hefðbundinn vinnudagur, sem gerir starfið skemmtilegt.
Hvað er skemmtilegast í vinnunni: Samskipti við skjólstæðinga.
Hvað er mest krefjandi í vinnunni: Vinna á sjúkrahúsum er oft krefjandi, það fylgir starfinu.
Ef þú mættir breyta einhverju í vinnunni, hvað væri það: Mönnun væri fullnægjandi og stöðug, minni tími færi í rafræna skráningu. Og síðast en ekki síst ÁRSHÁTÍÐ í útlöndum 3ja hvert ár 😊 😊
Eitthvað að lokum? Lífsspeki?
„Lifa og njóta“
Hvað hefurðu tekið á móti mörgum börnum? Ekki hugmynd!