Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. október 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tíð umferðaróhöpp

Níu umferðaróhöpp hafa verið skráð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni.

Í gærkvöld varð aftanákeyrsla í Njarðvík með þeim afleiðingum að ökumaður annarar bifreiðarinnar steig óvart á bensíngjöfina og hafnaði bifreið hans á tveimur kyrrstæðum bifreiðum í bifreiðastæði.

Í tveimur óhöppum til viðbótar lentu strætisvagnar og bifreiðir saman.

Talsvert tjón varð í óhöppunum en engin alvarleg meiðsl á fólki.

Þá voru fáeinir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og meintan vímuefnaakstur.