4. ágúst 2006
4. ágúst 2006
Þessi frétt er meira en árs gömul
Þyrla Landhelgisgæslunnar við umferðareftirlit
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, verður notuð við umferðareftirlit alla verslunarmannahelgina. Þetta er samstarfsverkefni lögreglunnar og Landshelgisgæslunnar en með áhöfn þyrlunnar verða menn frá lögreglunni í Reykjavík og ríkislögreglustjóra.
Þetta verður mjög viðamikið eftirlit sem beinist að umferðinni. Þyrlunni verður flogið víða og m.a. yfir útihátíðarsvæði. Rétt er taka fram að TF-SIF, sem er minni þyrla Landhelgisgæslunnar, verður ekki notuð til sjúkraflugs um þessa helgi nema að mjög brýna nauðsyn beri til.