Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. desember 2010

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þýfi haldlagt

Karl og kona voru handtekin í Kópavogi í vikunni en í híbýlum þeirra fannst allnokkuð af munum, m.a. GPS-tæki, fartölva og flatskjár. Talið er að um þýfi sé að ræða. Fólkið, sem er um þrítugt, hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.