15. apríl 2010
15. apríl 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Þýfi haldlagt
Tölvur og myndavélar voru meðal þess sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldlagði eftir húsleit í austurborginni. Innandyra voru ýmsir illa fengnir munir í tugatali og má þar einnig nefna verkfæri og hljómflutningstæki en um er að ræða þýfi úr nokkrum innbrotum. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar en viðkomandi hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Unnið er að því að koma þessum stolnu munum aftur í réttar hendur.