Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. september 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þýfi fannst við húsleit

Töluvert af þýfi fannst við húsleit í íbúð í vesturbæ Reykjavíkur fyrir hádegi í gær. Um er að ræða hluti sem var stolið í nokkrum innbrotum á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru innandyra þegar lögreglan kom á vettvang en konan reyndist ennfremur vera eftirlýst. Maðurinn var með fíkniefni í fórum sínum og voru þau haldlögð. Fleiri voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins.