Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. janúar 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þungfært í efri byggðum

Það er búið að vera leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu frá því síðdegis og nú er færð víða tekin að spillast. Það á ekki síst við í efri byggðum og má þar nefna Grafarvog, Grafarholt og Úlfarsárdal, en þar hafa bílar verið að festast. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til aðstoðar. Þrjú umferðarslys hafa orðið í umdæminu í kvöld. Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi á höfuðborgarsvæðinu til kl. 3 í nótt.

Höldum okkur heima á meðan veðrið gengur yfir!