Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. mars 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þrjátíu kærðir fyrir hraðakstur

Þrjátíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 148 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þar var á ferðinni ökumaður sem ekki hafði náð 18 ára aldri og gerði lögregla aðstandensum viðkomandi aðvart um brotið. Annar ökumaður sem einnig var undir 18 ára aldrei var einnig kærður fyrir hraðakstur.

Þá mældust þrír ökumenn á 141 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 km á klukkustund.