5. október 2010
5. október 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Þrír óku undir áhrifum fíkniefna
Um helgina voru þrír ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en þeir voru allir stöðvaðir á sunnudag. Þetta voru tveir karlar á þrítugsaldri og ein kona um tvítugt en í bíl hennar fundust jafnframt fíkniefni.
Í gær voru sömuleiðis þrír ökumenn teknir í borginni fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta eru allt karlar á þrítugsaldri en hinir sömu reyndist líka allir vera próflausir.