6. júlí 2011
6. júlí 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Þrír óku undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan stöðvaði för þriggja ökumanna á höfuðborgarsvæðinu í gær en hinir sömu voru allir undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru tveir karlar á þrítugsaldri og kona um fertugt. Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.