Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. maí 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þrír með fíkniefni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum haft afskipti af þremur einstaklingum á mismunandi stöðum í umdæminu sem allir voru með fíkniefni í fórum sínum. Í öllum tilvikunum lagði svo mikla kannabislykt frá vistarverum þeim sem mennirnir dvöldu í að hún barst langar leiðir. Allir voru þeir handteknir og framvísuðu mismiklu magni af kannabisefnum.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.