Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. febrúar 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þrír í vímuakstri

Lögreglan á Suðurnesjum handtók liðlega þrítugan ökumann á Flugvallarvegi um helgina vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hefði neytt kannabis, amfetamíns og metamfetamíns. Að auki átti hann eftir að endurtaka ökupróf og var því réttindalaus. Annar ökumaður, sem handtekinn var af sömu ástæðu, reyndist hafa neytt kannabisefna. Þá var tæplega fimmtugur ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur. Sá grunur reyndist á rökum reistur og var maðurinn handtekinn og færður á lögreglustöð.