Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. mars 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þrír handteknir við Alþingishúsið

Þrír voru handteknir við Alþingishúsið á öðrum tímanum í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna hóps af fólki sem hindraði aðgengi að húsinu. Þremenningarnir hlýddu ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að láta af þessari háttsemi og voru handteknir eins og áður sagði.

Síðdegis, að loknum skýrslutökum, var hinum sömu sleppt úr haldi lögreglu.