6. janúar 2011
6. janúar 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Þrettándabrennum frestað vegna veðurs
Ákveðið hefur verið að fresta öllum þrettándabrennum á höfuðborgarsvæðinu að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands. Þetta er gert vegna slæms veðurútlits en staðan verður endurmetin á morgun m.t.t. brennuhalds. Frestunin (bannið) gildir einnig um flugeldasýningar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði gefið leyfi fyrir í dag.