Fara beint í efnið

26. mars 2021

Þrenn verðlaun á íslensku vefverðlaununum!

Þrenn verðlaun rötuðu rétt í þessu í hús Stafræns Íslands og samstarfsfólks á vefverðlaunum SVEF.

SVEF2020

Ísland.is fékk bæði hvatningarviðurkenningu fyrir aðgengismál og hlaut verðlaun sem opinber vefur ársins!

Rafræn réttarvörslugátt hlaut verðlaun sem vefkerfi ársins en það var unnið í samstarfi við dómsmálaráðuneytið.

Við erum ekki síður stolt af tilnefningunum sem við hlutum fyrir stafræna ökuskírteinið, stuðningslánin og tæknilausn Ísland.is.

Að þessum verkefnum komu fjöldi sérfræðinga en hátt í 100 manns koma að verkefnum Ísland.is í gegnum þau 18 teymi sem vinna með Stafrænu Íslandi. Þessi verðlaun og viðurkenningar eru því mikið klapp á bakið og staðfesting á að við séum á réttri leið. Við erum rétt að byrja en notendur eiga eftir að sjá mikinn fjölda stafrænna þjónustna bætast við á Ísland.is næstu vikur og mánuði.

Aftur - Til hamingju allir sem lögðu hönd á plóg!