5. ágúst 2009
5. ágúst 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Þolendakönnun ríkislögreglustjóra um reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorf til lögreglunnar árið 2008
Nú liggja fyrir niðurstöður úr árlegri þolendakönnun ríkislögreglustjóra sem gerð er í samræmi við stefnu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins í löggæslumálum til ársins 2011. Í könnuninni er m.a. spurt um öryggistilfinningu almennings í heimabyggð og í miðborg Reykjavíkur, um þjónustu lögreglunnar og sýnileika hennar. Könnunin miðast við allt landið og er hægt að greina stöðuna á milli landshluta en ekki milli lögregluumdæma. Skilgreint er nánar í meðfylgjandi skýrslu undir hvaða landshluta hvert lögregluumdæmi fellur.
Helstu niðurstöður eru að um 92% svarenda telja að lögreglan sé að vinna nokkuð eða mjög gott starf. Þetta er um 4% aukning frá árinu 2007. Um 79% svarenda sem tilkynnt höfðu afbrot voru frekar eða mjög ánægðir með þjónustu lögreglunnar, en árið 2007 var hlutfallið 74%. Um 30% svarenda sáu lögreglumann eða lögreglubíl í sínu byggðarlagi oft á dag, daglega eða nær daglega sem er um 2% færri svarendur en árið 2007.
Hægt er að nálgast skýrsluna hér