Fara beint í efnið

20. nóvember 2023

Þjónustukönnun TR

Í dag mun hópur viðskiptavina TR fá senda þjónustukönnun í tölvupósti þar sem verið er að kanna upplifun þeirra af þjónustu TR.

Tryggingastofnun-Logo

Þetta er stutt vefkönnun en einnig verður hringt í hóp viðskiptavina. Með því að kanna upplifun viðskiptavina af þjónustu okkar getum við bætt þjónustu okkar enn frekar. Í könnuninni er m.a. spurt um vefinn, símsvörun, Minar síður TR og fleira. Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku en það er Maskína sem sér um framkvæmd hennar.

Könnunin verður opin í tvær vikur og vonumst við til að viðskiptavinir sem fá könnunina senda gefi sér tíma til að svara, sem skiptir okkur miklu til að fá sem áreiðanlegastar upplýsingar til að vinna með að umbótum í þjónustu okkar.