Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. júní 2025

Þjónustukönnun Sjúkrahússins á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur það að markmiði að veita fyrirmyndarþjónustu. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.

Með þessi markmið að leiðarljósi mun SAk taka þátt í þjónustukönnun ríkisstofnana þar sem við leitumst við að kanna upplifun fólks sem leitar eftir heilbrigðisþjónustu hjá SAk og greina hvaða þættir þarfnast úrbóta.

Hvernig fer könnunin fram? Þau sem eiga bókaðan tíma hjá SAk fá eins og áður áminningu í símann. Eftir heimsóknina berast svo ný skilaboð með tengli á þjónustukönnunina. Þar gefst fólki kostur á að veita álit sitt á þjónustunni sem það fékk. Könnunin er framkvæmd á íslensku, ensku, pólsku og íslensku táknmáli. Framkvæmdin fer í gegnum Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Um hvað er spurt? Í könnuninni er meðal annars spurt hvernig fólki líkaði þjónustan, hvernig viðmót starfsfólks var og hversu gagnlegar og áreiðanlegar upplýsingarnar voru sem veittar voru. Svörin eru ekki persónugreinanleg og ekki verður hægt að rekja þau til einstaklinga.

Hvers vegna er könnunin mikilvæg? Niðurstöðurnar munu hjálpa okkur að greina þjónustu á deildum SAk, sem og þjónustu stofnunarinnar í heild.

Fyrirspurnum vegna könnunarinnar má beina til hildajana@sak.is
Öðrum ábendingum vegna þjónustu SAk má koma á framfæri hér: Ábendingar vegna þjónustu SAk | Sjúkrahúsið á Akureyri