Fara beint í efnið

17. ágúst 2023

Þjónustukönnun ríkisstofnana

Niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun sem gerð er meðal allra ríkisstofnana sýnir að Heilbrigðisstofnun Austurlands hækkar einkunn sína í öllum þáttum sem mældir eru milli ára en í samanburði við aðrar heilbrigðisstofnanir er HSA meðal þeirra hæstu.

Móttaka Reyðarfirði

Meðal þeirra þátta sem eru mældir er ánægja með þjónustu, viðmót starfsfólks og hraði þjónustu. Mikill meiri hluti svarenda eða 87% er ánægður með þjónustu HSA en 51% telja þjónustuna góða og 36% frekar góða. Í opnum svörum kemur fram að þjónustan sem starfsfólk HSA veitir sé persónuleg, fagleg, lausnamiðuð og viðmót þess sé gott.

Heilbrigðisstofnun Austurlands mun halda áfram að gera sitt besta til þess að veita góða þjónustu, byggða á gildum stofnunarinnar sem eru virðing, öryggi og fagmennska.

Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild sinni HÉR