Fara beint í efnið

27. nóvember 2024

Þjónustukönnun Prósents

Könnunin greinir ánægju skjólstæðinga SAk.

Þjónustukönnun Prósents 2024 -1

Á næstu misserum mun SAk fara af stað með þjónustukönnun ríkisstofnana sem að þessu sinni er í umsjón Prósents. Um er að ræða fimm spurningar sem skjólstæðingar valinna eininga innan SAk fá sendan tengil á í gegnum sms. Könnunin verður á íslensku, ensku, pólsku og íslensku táknmáli.

Slóðin sem send er á skjólstæðinga er órekjanleg og ekki tengd við persónulegar upplýsingar. Þá hefur persónuvernd ekki gert athugasemdir við útfærsluna.

Könnunin verður send út til skjólstæðinga bráðamóttöku á 3 mánaða fresti. Þegar lágmarkssvörun hefur náðst verða niðurstöður rýndar og umbætur í þjónustu settar af stað.

Eftir áramót er gert ráð fyrir að fara að stað með könnunina á fleiri einingum.

Tengill á frekari upplýsingar um könnunina á vefsíðu Stjórnarráðsins hér.