Fara beint í efnið

16. febrúar 2022

Þjónustukönnun á heilsugæslustöðvum

Undanfarin ár hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gert könnun á þjónustu heilsugæslu bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Tilgangur slíkrar könnunarinnar er að skoða hvað vel er gert og hvað má betur fara.

Sjúkratryggingar lógó

Nú er að fara af stað könnun á þjónustu heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, en slík könnun var síðast gerð árið 2019. Tekið er slembiúrtak meðal þeirra sem sótt hafa þjónustu heilsugæslunnar á árinu 2021 og fá þeir sem lenda í úrtakinu send boð um að taka þátt í könnuninni. Til að svara könnuninni þarf að skrá sig inn á Réttindagátt einstaklings rg.sjukra.is. Spurt er um upplifun vegna síðustu heimsóknar, óháð því hvar hún fór fram á höfuðborgarsvæðinu. Í tilfellum barna sem sótt hafa heilsugæsluna fær elsti einstaklingurinn í fjölskyldunni boð um að taka þátt í könnuninni en mælst er til þess að sá aðili sem fór með barninu svari spurningalistanum.

Rannsóknarfyrirtækið Maskína mun sjá um framkvæmd könnunarinnar. Maskína vinnur með allar upplýsingar í samræmi við persónuverndarlög. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og þess gætt að þau séu ekki rekjanleg til einstaklinga.

Það er von SÍ og heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu að sem flestir svari könnuninni því góð þátttaka gefur réttmætari niðurstöður.