Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

19. desember 2025

Þjófur sendur úr landi

Erlendum ríkisborgara var vísað frá Íslandi í gær, en um er að ræða karlmann um fertugt sem var handtekinn í fyrradag vegna þjófnaðarmála í miðborginni. Í fórum hans voru sérútbúnar töskur, fóðraðar með álpappír til að komast framhjá þjófavörnum verslana, og í þeim var þýfi.

Við yfirheyrslu hjá lögreglu játaði maðurinn sök, en hann kom til Íslands sl. þriðjudag. Talið er að tilgangur ferðarinnar hafi verið að stunda brotastarfsemi hérlendis.

Ákvörðun um frávísun er skv. d.-lið 1. mgr. 94. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 og var maðurinn sendur úr landi um leið og hún lá fyrir.