Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. september 2008

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þjófnaður úr verslunum á Selfossi upplýstur

Lögreglan á Selfossi handtók í gær, mánudag, Litháa vegna gruns um þjófnað. Húsleit var gerð á dvalarstað mannsins og þar fannst þýfi þar á meðal fjórar innkaupakörfur merktar Bónus. Í yfirheyrslum í dag viðurkenndi maðurinn að hafa borið varning út úr verslunum Bykó og Bónus á Selfossi án þess að greiða fyrir þær. Þá viðurkenndi maðurinn tilraun til að stela olíukálfi með hráolíu sem staðsettur var í sumarbústaðabyggð í Grímsnesi. Eigandi olíukálfsins stöðvaði manninn þar sem hann var á leið með olíukálfinn eftir þjóðveginum. Verðmæti þýfisins er rúmlega hálf milljón króna. Lögreglustjóri gaf út ákæru þegar eftir að yfheyrslu var lokið og mun málið væntanlega verða tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í dag.