Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. maí 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þjófnaður úr verðmætaflutningabifreið – gæsluvarðhald til 7. maí

Karlmaður um fertugt var í gær í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. maí að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í fyrradag í þágu rannsóknar lögreglu á innbroti og þjófnaði á fjármunum úr verðmætaflutningabifreið í Hamraborg í Kópavogi fyrir rúmum fimm vikum.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.