17. nóvember 2015
17. nóvember 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Þjófnaður úr Keflavíkurkirkju
Þjófnaður úr Keflavíkurkirkju var nýverið tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum. Þaðan var saknað fartölvu og skjávarpa sem höfðu verið geymd á skrifstofu í kirkjubyggingunni. Þegar gengið hafði verið úr skugga um að enginn af starfsmönnum kirkjunnar hafði tekið tækin til handagagns var ljóst að þarna höfðu óprúttnir aðilar verið á ferð og látið greipar sópa. Lögreglan rannsakar málið.