Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. júní 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þjófnaður á Ströndum – dómur

Erlenda parið sem lögreglan á Vestfjörðum handtók um hádegisbilið í gær á Ströndum, grunað um þjófnað, var fært til yfirheyrslu á Ísafirði. Nú í morgun gaf lögreglustjórinn á Vestfjörðum út ákæru vegna þeirra brota sem parið er talið hafa framið á Ströndum undanfarna daga. Þau voru leidd fyrir Héraðsdóm Vestfjarða í framhaldinu. Parið gekkst við þjófnuðum á tveimur stöðum, annars vegar þjófnað á matvælum úr reykkofa á Drangsnesi og hins vegar á ýmsum varningi úr verslun Kaupfélags Strandamanna á Norðurfirði. Nú rétt fyrir hádegið kvað héraðsdómur upp dóm. Þau hlutu bæði 60 daga fangelsi, skilorðsbundið í 2 ár.

Parinu hefur verið sleppt lausu og hefur Útlendingastofnun verið gert viðvart um dóminn.