Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. ágúst 2025

Þjófnaður á hraðbanka – gæsluvarðhald

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 27. ágúst að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ aðfaranótt 19. ágúst.

Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnað gæsluvarðhaldskröfu yfir manninum eins og fram hefur komið.

Frekari upplýsingar um rannsókn málsins verða ekki veittar að svo stöddu.