Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. desember 2025

Þjófnaðarmál – tveggja vikna gæsluvarðhald

Tveir karlar og ein kona voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til 2. janúar, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á auðgunarbrotum.

Þremenningarnir, erlendir ríkisborgarar á þrítugs- og fertugsaldri, voru handteknir í fyrradag vegna ætlaðra brota í Reykjavík sem beindust gegn öldruðu fólki og varðar háar fjárhæðir.

Þessir erlendu ríkisborgarar komu til Íslands í byrjun vikunnar, en talið er að tilgangur ferðarinnar hafi verið að stunda brotastarfsemi hérlendis.