Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. febrúar 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þjófnaðarmál í rannsókn

Þrjú þjófnaðarmál hafa verið kærð til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Vörum að andvirði nær 60.000 krónur var stolið úr versluninni Ormsson í Keflavík. Þá var bakpoka stolið úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Bakpokinn innihélt fartölvu og fleiri muni samtals að verðmæti um 375 þúsund kr. Loks var brotist inn í vinnuskúr í Keflavík og þaðan stolið tveimur borvélum og fleiri munum.

Lögregla rannsakar málin.