Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. desember 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þjófnaðarbrot – tveir í gæsluvarðhaldi

Tveir karlar á þrítugsaldri voru í vikunni í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald, eða til 10. janúar, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á fjölda þjófnaðarmála í umdæminu að undanförnu. M.a. er um að ræða þjófnaði á farsímum úr búningsklefum íþróttahúsa víða á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn lögreglu er umfangsmikil, en hún telur að um skipulagða þjófnaði sé að ræða.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.