9. janúar 2014
9. janúar 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Þjófar handteknir
Tvær konur á þrítugsaldri voru handteknar í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni, en í fórum þeirra var ýmiss varningur sem konurnar gátu ekki gert grein fyrir. Þær voru fluttar á lögreglustöð og voru áfram margsaga um vörurnar, fatnað og snyrtivörur. Báðar konurnar höfðu meðferðis vírklippur, en grunur leikur á að þær hafi verið notaðar til að fjarlægja þjófavörn af fatnaðinum.