Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. júní 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þjóðhátíðardagurinn

Að venju verður mikið um að vera í miðborg Reykjavíkur á 17. júní, en við minnum alla vegfarendur á að fara varlega og treystum því jafnframt að ökumenn leggi löglega. Mörgum götum verður lokað vegna hátíðarhaldanna, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, en frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Heilmikið er líka um að vera á þjóðhátíðardaginn í öðrum sveitarfélögum í umdæminu og eru íbúar hvattir til að kynna sér dagskrána á heimasíðum þeirra.