Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. desember 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Þeir fiska sem róa

Lögreglumenn á vakt hafa upplýst þjófnað á stórum hjólbörðum sem stolið var frá Bíliðjunni í Þorlákshöfn um miðjan nóvember síðastliðinn. Verðmæti hjólbarðanna var um hálf milljón króna. Á eftirlitsmyndavél fyrirtækisins sást til manns á bifreið en ekki sást í skráningarnúmer. Lögreglumennirnir lögðust í mikla rannsóknarvinnu sem leiddi til þess að málið upplýstist og hjólbarðarnir komnir til eiganda síns. Sannast hér máltækið „Þeir fiska sem róa“.