Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. júní 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fundur um þjónustu Stafræns Íslands

Stafrænt Ísland stóð fyrir fundi þriðjudaginn 16. júní frá 9–11 í Hljóðbergi, Hannesarholti.


Markmið fundarins var að hefja með formlegum hætti samstarf við stofnanir með kynningu á þeirri þjónustu sem Stafrænt Ísland býður upp á. Straumurinn (X-Road) fékk sérstakan sess en það verkefni á erindi við allar ríkisstofnanir.

Dagskrá:

9.00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra opnaði fundinn.

9.05 Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands fjallaði um verkefni og markmið verkefnastofunnar.

9.35 Brynhildur Þorgeirsdóttir og Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir frá Dómsmálaráðuneytinu héldu kynningu á Réttarvörslugáttinni og mikilvægi stafrænnar þekkingar innan ráðuneyta.

10.05 Kaffihlé

10.20 Vigfús Gíslason, verkefnastjóri Stafræns Íslands fór yfir Strauminn (X-Road) og tengingu stofnana við hann.

11.00 Spurningar. Starfsfólk Stafræns Íslands tók við fyrirspurnum.

Fullt hús var í Hljóðbergi sem og ráðstefnunni streymt beint á YouTube-rás Stafræns Íslands og var mikill áhugi á þeim verkefnum sem unnið er að. Niðurstaða fundarins var að það þyrfti annan fund með haustinu og fara yfir enn fleiri verkefni.


Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.